Tuesday, June 12, 2007

Sumarið er komið!

Kortéri eftir að ég kvartaði undan íslenska sumarveðrinu í gær fór sólin að skína. Það var að vísu ekkert sérstaklega hlýtt, en veðurguðirnir hafa sannarlega bætt úr því í dag. Sólin skín sem aldrei fyrr, vind hreyfir ekki og úti er steikjandi hiti. Mæli með því að hafa loftkælinguna á í bílnum, sé hún til staðar. Ég sá Snæfellsjökul svo skýrt að mér fannst ég geta rétt út hendina og snert á honum.
Þorgeir er heima í dag líka. Hann var ekkert hress með það þegar hann vaknaði og ég set hann aftur á leikskólann á morgun. Hann var líka bara með 38.2 stiga hita mest í gær og alveg hitalaus í dag.
Ég fór í Þjóðskrána og breytti heimilisföngunum okkar, hefði kannski frekar átt að setja lögheimili okkar í Þingásinn, eigum örugglega eftir að verða þar í góða stund áður en við getum flutt í Sóleyjarimann.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters