Og þá vorum við tvö...
Með ömmu á leikvellinum á Álftanesi einn góðviðrisdag í lok maí...
Slakað á á Laugarvatni í besta veðri sem við höfum fengið í júní.
Alexander krúttí. 9.920 kíló og 69 sm.
Skóálfurinn....

Ákvað að senda Þorgeir í leikskólann í dag, þótt hann sé svolítið kvefaður ennþá. Hann var orðinn mjög leiður á að hanga heima og var einungis með 38 stiga hita á mánudaginn. Hins vegar er hann með eyrnabólgu...sem er samkvæmt lækninum að ganga niður og hann vill fá hann í skoðun á morgun frekar en að setja hann á sýklalyf.
Svo við Alexander erum ein heima og ég verð að viðurkenna að það er frekar tómlegt hérna núna. Það er notalegt að hafa hina guttana nálægt þótt lætin í þeim stigmagnist eftir því sem líður á daginn...
En Alexander fær þá kannski smá athygli.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home