Monday, June 11, 2007

Sól, sól skín á mig....

Ég nýt þess að liggja á sólbekknum og sleiki hlýja sólargeislana, ég næ mér í ískalt hvítvín og góða samloku með salati og laxi. Mér er orðið ansi heitt, ég verð að stökkva í sturtuna og kæla mig niður með ísköldu vatni....íslenska sumarið er óviðjafnanlegt. Ætli það sé svona hlýtt fyrir norðan? Ég veit ekki alveg hvað hitinn er hár, giska á svona 26 gráður á celcius, hefur áður verið svona hlýtt í Grafarholtinu? Ekki síðan bygging hófst á svæðinu hugsa ég...og verður líklega aldrei. Raunveruleikinn er sá að ég sit hér í sófanum í hálftómri stofunni, en við fluttum megnið af búslóðinni í Sóleyjarima á laugardaginn, þrátt fyrir að langt sé í land að klára framkvæmdir þar. Það er í kaldara lagi úti miðað við að það sé 11. júní og skýjað. Alexander er í leikgrindinni sinni að horfa á Derek sem útskýrir hegðun drauga í hinum ýmsu bæjum á Englandi mjög fjálglega. Þorgeir er heima í dag því hann er veikur og hann hefur æst upp í öfugu hlutfalli við lækkun hitans eftir að hann fékk hitastíl. Hann er búinn að vera að sparka í mig og hlaupa um, en er nú frammi í gangi að flippa með skófatnaðinn, hann er með "shofetish" á háu stigi og ég býst við því að hann vinni í skóbúð á Manhattan í framtíðinni og selji fínum frúm hátískuskó og stígvél. Kristófer fór í leikskólann í dag, það er íþróttadagur og hann var mjög vonsvikinn af því að íþróttaálfsbúningurinn er óhreinn síðan hann var að tína orma í garðinum hjá ömmu Heiðu í gær. Ég heyri skruðninga, Þorgeir er kominn á kaf inn í skápinn frammi á gangi og er að róta öllu til...ég nenni ekki að skipta mér af honum, Alexander er sofnaður og ég veit að ef ég tek Þorgeir úr skápnum fer hann að öskra og hlaupa um og vekur litla barnið.
Við fórum í bíltúr í gær, keyrðum aðeins austur og skoðuðum bústaðalönd og létum okkur dreyma. Við stoppuðum stutt á Laugarvatni og ég set inn myndir bráðlega....alllar græjur til að hlaða inn myndum eru í Sóleyjarima. Þar var gott veður...heitt og logn. Go Laugarvatn!
Næstu helgi verðum við að vera flutt...svo við verðum víst að flytja til ömmu á meðan. Það verður fjör þar á næstunni!
Sem betur fer er Kjartani farið að langa að skreppa eina helgarferð í sumar svo ég vonast til að við skreppum í tvær nætur til einhverjar skemmtilegrar Evrópuborgar og drekkum kaffi og slöppum af í sólinni í smástund, Alexander kæmi að sjálfsögðu með en hinir grallararnir yrðu heima hjá ömmunum sínum. Ég þarf líka sárlega að komast í HM og versla aðeins fyrir strákana, fötin eru gjörsamlega að eyðast upp, enda duglegir að leika sér!
Jæja krossa puttana og vonast eftir kraftaverki! Er orðin ansi leið á veðrinu hér og endalausu veseni með iðnaðarmenn og verktaka....svo ég tali nú ekki um starfsfólk í gardínubúðum með ENGA þjónustulund. Best að segja ekki meira um það á þessari stundu.
Eigið góðan dag og reynið að njóta ykkar í sólarleysinu...þið sem eruð erlendis í betra loftslagi, hugur minn er hjá ykkur!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir það! Það er yfir 20 stig hérna núna og sólin er að berjast við skýin.
Það er alveg hægt að fá fínt kaffi hérna á mörgum stöðum, erum sko með þónokkra Starbucks-staði í göngufæri.
Og svo erum við nottla í Evrópu...;-)

5:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, svo er H&M hérna og iðnaðarmennirnair láta mann alveg í friði ;-)

5:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Not bad, not bad at all!

6:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Og eg sem var ad reyna ad senda ykkur sol og hlyju. Verd ad reyna meira. Um 35 stig herna, en a ad fara yfir 40 fljotlega. Thu ert alltaf velkomin en yrdir ad stoppa meira en eina helgi. Her er Starbucks (fyrir tha sem drekka kaffi, oj) en ekkert HM nema tha a austurstrondinni, held eg. En her er Carter's sem er aedisleg barnabud og svo audvitad Oshkosh, og ekki ma gleyma Toys R us :) Reyni ad senda sol.

Birna i eydimorkinni

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

elska þetta allt saman!!!!!! en veðrið breyttist hálftíma eftir að ég bloggaði, sól og ágætur hiti í skjóli!! haltu áfram að senda ;)))

1:04 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters