Wednesday, June 06, 2007

Til hamingju með afmælið Brynja!

Góða kvöldið.

Ég reyndi að hringja í Brynju til að óska henni til hamingju með daginn...en það svaraði bara einhver fúll Þjóðverji. Asvananan...eitthvað svoleiðis var það sem hann sagði og það var það eina sem ég fékk upp úr honum. Endaði með því að ég lagði á, nennti ekki að vera að eyða afsökunarbeiðni í þennan andskota. En semsagt, til hamingju með afmælið elsku Brynja mín. Ég virðist ekki vera með réttan gsm síma hjá þér og myndi meta það mikils ef þú sendir mér símann þinn í emeili. En njóttu dagsins dúllan mín.

Dagurinn fór í læknastúss hjá mér, alltaf að tékka á einhverju. Þegar maður er orðinn svona gamall og hrukkóttur fer maður að verða paranoid um að allt sé að fara til fjandans þegar maður finnur einn og einn hnúð. En so far so good. Reyndar fór ég til tanna líka og það er ekki hægt að segja að ég sé í góðum málum þar. Ég er í góðum höndum auðvitað, en það er allt að hrynja í munninum á mér. Hver rótfyllingin á eftir annarri, tennur sem brotna, krónur á leiðinni og implönt á dagskránni. Guð minn góður, hvað var ég að spá? Af hverju notaði ég ekki oftar tannþráð og sleppti öllu súkkulaðinu og kökunum??? Sem hefði kannski leitt það af sér að ég notaði skemmtilegra fatanúmer. En við skulum ekki tala meira um það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters