Stress og bólur
Komið þið blessuð og sæl!
Ég veit ég hef ekkert bloggað, alger fýlupúki. En já það hefur verið svolítið mikið að gerast um ekki neitt svo ég hef bara ekki nennt að setjast niður og skrifa um það. Ég er bara á fullu í skólanum og núna er ég að reyna að klára verkefni sem ég tók að mér utan skóla og er ekki alveg að brillera í því...kemur á óvart hehehe.
En ég leit óvart fram í tímann í dagbókinni minni og fattaði þá óvart að það eru bara 2 kennsluvikur eftir í skólanum...ég varð alveg bit. Hvert fór tíminn? Nú sér maður eftir skrópunum og eftir því að hafa dregið hitt og þetta verkefnið á eftir sér óklárað....stresslevelinn fer hækkandi, en ég verð að byrja á því að ljúka þessu utanskólarverkefni áður en ég get byrjað að hugsa um allt hitt. En ég vona að þið hafið það sem allra best. Ég er ein bóla þessa dagana, veit ekki hvort það er stressið eða páskaeggjiaátið!?? You go figure...hm. En ég set svo nokkrar skrappmyndir með sem ég er búin að vera að gera síðustu daga þegar ég átti að vera að læra, eitthvað þurfti ég að gera við dótið sem ég keypti mér á netinu í staðinn fyrir að vera að læra!!!



Ég veit ég hef ekkert bloggað, alger fýlupúki. En já það hefur verið svolítið mikið að gerast um ekki neitt svo ég hef bara ekki nennt að setjast niður og skrifa um það. Ég er bara á fullu í skólanum og núna er ég að reyna að klára verkefni sem ég tók að mér utan skóla og er ekki alveg að brillera í því...kemur á óvart hehehe.
En ég leit óvart fram í tímann í dagbókinni minni og fattaði þá óvart að það eru bara 2 kennsluvikur eftir í skólanum...ég varð alveg bit. Hvert fór tíminn? Nú sér maður eftir skrópunum og eftir því að hafa dregið hitt og þetta verkefnið á eftir sér óklárað....stresslevelinn fer hækkandi, en ég verð að byrja á því að ljúka þessu utanskólarverkefni áður en ég get byrjað að hugsa um allt hitt. En ég vona að þið hafið það sem allra best. Ég er ein bóla þessa dagana, veit ekki hvort það er stressið eða páskaeggjiaátið!?? You go figure...hm. En ég set svo nokkrar skrappmyndir með sem ég er búin að vera að gera síðustu daga þegar ég átti að vera að læra, eitthvað þurfti ég að gera við dótið sem ég keypti mér á netinu í staðinn fyrir að vera að læra!!!


