Monday, November 26, 2007

Fjúff....

Fékk símtal frá 66°N í dag..fékk nýja úlpu! Ákvað samt að skipta yfir í svarta, en þar sem sú sem ég mátti fá var ekki til í minni stærð fékk ég mér aðra týpu og borgaði á milli. En ég fékk ekki staðgreiðsluafslátt af mismuninum...og konan útskýrði svo nákvæmlega fyrir mér hvernig ætti að þvo úlpuna til þess að ítreka það að henni fyndist þetta allt vera mér að kenna! Þrátt fyrir að þau hafi ákveðið að láta mig fá nýja...En skítt með það. Ég fékk nýja og það er léttir.
Skrítið samt að vera með saum á úlpunni sem verður fjólublár ef úlpan er ekki sett strax inn í þurrkara...og það verður eitthvað að vera með í þurrkaranum svo hún sé í lagi, man ekki alveg hvað það átti að vera.
(Setti hana reyndar strax inn í þurrkara, hún beið ekki neitt.)
Ég er enn með flensu og hita, komnar tvær vikur. Ég er orðin svo þreytt á þessu.
Strákarnir eru í fullu stuði, að vísu er Alexander búinn að ná sér í augnsýkingu af leikskólanum og alltaf er hann með astmann, en svona er lífið. Læknirinn hringdi áðan, en ég missti af símtalinu. Talaði inn á talhólfið og sagði að allt liti vel út, nema með þessi mótefni sem vantaði. Svo hann ætlar að hringja á þriðjudag.

Annars allt gott...

Friday, November 23, 2007

Skítaveður á rokrassgati

Já veðrið hérna á skerinu hefur verið til skammar að undanförnu. Það rigndi nær stanslaust í 2 mánuði með tilheyrandi roki og að undanförnu hefur verið frost og rigning og rok til skiptis. Manni er alltaf kalt og kvefið bara fer ekki! Ég bíð eftir að grípa lungun á mér þegar þau poppa upp í næsta hóstakasti, þetta fer að verða ágætt.
Kannski ég hefði átt að reyna að fá kallinn með mér til suðrænnar eyjar í viku í stað þess að fara til Boston, þar sem er nú þokkalega kalt á þessum tíma?
Ekki bætir úr skák að ég er ekki með neina almennilega flík til þess að glíma við veðurguðina, Kjartan var búin að kaupa handa mér þessa fínu 66°N úlpu, en hún fór öll í hass þegar ég setti hana í vélina! Ekki bætti úr skák þegar ég setti hana í þurrkarann, hún brann einhvern veginn öll að utan! Ég bíð svars frá fyrirtækinu um það hvort þeir ætli að láta mig fá nýja eða hvort þeir telji að ábyrgðin liggi hjá mér, þeir eru ekkert að flýta sér, það er komin vika síðan ég fór með hana og á meðan sit ég hér í hóstakasti og kvíði því að fara út fyrir hússins dyr
Kristófer er líka búinn að vera að hósta í langan tíma, en ég held þó að það fari skánandi sem betur fer. Alexander fékk vírus í augað í gær og ég er búin að fá áburð svo vonandi fer það sem fyrst. Meira ógeðið.
Kristófer er kallaður límheilinn af leikskólakennurunum á deildinni sinni, hann man allt og gengur rosalega vel að læra nýja hluti. Það er eins gott að vera ekkert að reyna að plata hann, hann er fljótur að sjá í gegnum mann.
Þorgeir er lítill sætur, smámæltur hnoðri. Kristófer hefur alltaf verið svo harður, en Þorgeir er miklu meira barn. Þeir geta unað sér vel saman, en stundum slær í kekki. Þá er það yfirleitt út af því að Kristófer sér tækifæri til þess að stríða litla guttanum, sem er með þvílíkt skap og rýkur upp...og þá skemmtir hinn sér vel! Þangað til að hann er laminn eða bitinn af litla villidýrinu....
Það verður gaman að sjá hvernig týpa Alexander verður, ég held að hann sé eitthvað sambland af hinum tveimur. Er ekki eins rólegur og Þorgeir var, en langt frá því eins órólegur og Kristófer var. Það er samt margt búið að breytast á stuttum tíma, er hættur á brjósti og er farinn að sofna einn í rúminu sínu á kvöldin. Ég tek hann þó alltaf uppí til mín á endanum. En þetta kemur allt....
Jæja best að fara að gera eitthvað...over and out.

Friday, November 16, 2007

Afmæli enn og aftur

Og nú er það Þorgeir sem hefur bætt einu ári formlega í kladdann! Drengurinn varð 3ja ára þann 14. nóvember síðastliðinn. Við héldum upp á þetta í örmynd á sjálfan afmælisdaginn en á morgun verður svo formlega afmælisveisla fyrir drenginn! Ég ákvað að reyna að baka núna...með misjöfnum árangri. En fyrir þá sem halda svangir á leið heim þá bendi ég á að í Spönginni sem er á næsta horni eru allmargir skyndibitastaðir, einn veitingastaður, ein sjoppa og tvær matvöruverslanir! Þannig að þið þurfið að minnsta kosti ekki að aka alla leið heim með gaulið gargandi hehe! Nei, nei, ég lofa að það verður ekki svo slæmt....á alltaf haust kex inn í skáp líka.
Annars er lítið að frétta. Er búin að vera svakalega slöpp af einhverri helv..flensu. Er að skána núna en á þriðjudaginn var ég með 39.5 stiga hita á °C takk fyrir! Þegar maður á stórt heimili, tala ekki um vikuna sem undirbúningur fyrir afmæli stendur fyrir, þá slappar maður ekki mikið af. Ég kann líka svo lítið á svona veislur, fer alveg á límingunum. Finnst alltaf svo mikið mál að finna hvaða kökur á að hafa og svona. Enda eins og ég segi, valið klikkaði svolítið. En það reddaðist allt. Næst verð ég búin að prófa þetta allt áður, þetta er bara af því að ég nenni aldrei að baka, annars væri maður kominn með pottþéttan menu! Þetta er bara eins og í gaggó, maður æfði sig aldrei fyrr en í prófunum....með misjöfnum árangri:(((

En annars er allt gott að frétta. Við Kjartan hlökkum mikið til að fara til Boston...svona þegar við munum eftir því að láta okkur hlakka til;))) Það verður kærkomin "hvíld" og víst að undirbúningurinn fyrir jólin liði alltof hratt ef ekki kæmi þessi ferð til. Dagarnir eyðast upp og verkefnin safnast fyrir...núna fær maður næði til að velja jólagjafirnar a.m.k.
Eða kannski maður sofi bara upp á hótelherbergi allan tímann...það er leynilega fantasían mín! Og hver veit nema maður láti þetta eftir sér einhvern tímann...en ég hugsa að ég myndi ekki láta það fréttast....

Hafið það gott elskurnar mínar!

Saturday, November 10, 2007

Og vinningshafinn er.....

Tuesday, November 06, 2007

Boston

Hér er hver dagur eins...svo ég hef lítið bloggað. Hef þó smá fréttir, eftir margra mánaða suð, hefur mér loksins tekist að draga kallinn minn með mér til Boston! Við förum í jólaferð, bara tvö, 13. - 16. desember. Ætlunin er að kaupa jólagjafir og ganga um og drekka öl og vera ligeglad. Sjáum til hvort mér takist að tosa nokkra aura úr buddunni hans og kaupa mér smá dóterí...híhíhí. Sófinn má bara bíða ekki satt???

En annars er bara allt rosalega gott að frétta. Strákarnir blómstra, kallinn minn er alltaf jafn sætur og ég þarf að fara að drífa mig í ræktina!!! Er orðin svolítið mjúk...svona er að vera heima allan daginn og borða kex...

Kjartan er farinn að komast í jólastuð og ég, sjálfur Trölli fæ mig varla til að fara með honum í bíltúr þessa dagana. Og senn koma jólin og Heims um ból hljóma í hæsta styrk. Það var nógu slæmt þegar hann setti eitt og eitt jólalag á í JÚLÍ en nú fer að færast harka í þetta...

Já og ég náði í bílinn minn í dag. Það var keyrt á hann fyrir viku og nú er hann eins og nýr. Það er eins og einhver æðri máttarvöld hafi kippt í spotta, því sama dag gáfu bremsurnar sig alveg svo ég varð að gera eitthvað í málunum. Viðgerðarkallinn sagði að bremsurnar aftan á hefðu verið alveg óvirkar og sýndi mér einn bremsudiskinn. Hann var innan við einn sentimeter á þykkt en nýjir eru þeir um 5 sentimetrar...
Sama dag og bremsurnar fóru alveg, (en ég fann það á því að petallinn fór lengst niður í gólf og ekkert gerðist, auk þess sem viðvörunarljós kviknaði í mælaborðinu) fór að snjóa svona rosalega og hálka á götunum, en engin leið að komast að á hjólbarðaverkstæði. Við svona aðstæður keyrðum við um allt til þess að komast á smurstöð og reyna að fá skipt um dekk, þar til ég sá að nóg var komið og keyrði á 20 km hraða heim. Hryllilegt að hugsa til þess ef eitthvað hefði gerst...

En ég lofa að skrifa meira seinna og gaman að sjá myndirnar hjá þér Birna mín!!! Takk fyrir það;))))
Free Hit Counters
Web Site Counters