Friday, July 20, 2007

Fyrsti bananinn

Þorgeir Sölvi náði sér í banana inn í eldhúsi í dag...þessi drengur hefur ekki borðað ávexti síðan hann fæddist. En hann settist í makindum með hann í stólinn hans afa inni í stofu og tók utan af honum og borðaði hann yfir Valíant. Trúði þessu varla og ákvað að veita þessu ekki neina athygli. Vonandi er þetta bara allt að koma, kökuskeiðið á enda og ávaxtaskeiðið að renna upp.

Tuesday, July 17, 2007

Útópía...

Veðrið hefur sannarlega verið himneskt undanfarinn mánuð....Tuesday, July 10, 2007

Til hamingju með afmælið Kjartan minn!!!

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kjartan...hann á afmæli í dag!!! Veiiii.....

Já hann er 32ja ára í dag þessi elska...til hamingju Kjartan minn!!!Og við getum örugglega flutt inn von bráðar...ef handriðakallarnir standa sig. Siggi málari, málaði allan stigann hvítan í gær og í dag verður önnur umferð máluð og þar með er þeim kafla lokið...hjúkk. Þetta lítur bara ágætlega út og eru ágætis endalok á leiðinlegu máli.

Mig er aftur farið að hlakka til og ég held að þetta verði bjútífúl á endanum. Vonandi að maður fái að kroppa smá sumarsól á pallinum...héldum að við fengjum að njóta alls sumarsins í nýja fína húsinu en sú varð ekki raunin. Enda alger bjartsýni ;).

Sunday, July 08, 2007

oh noooo....

sáum nýju útgáfuna af stiganum áðan. Eitt orð....fokk.

Saturday, July 07, 2007

Annars hugar málari og málarameistari

Það er ýmislegt sem kemur uppá þegar maður er með iðnaðarmenn í vinnu. Við Kjartan fengum nett sjokk í gærkvöldi þegar við litum inn í Sóleyjarima til þess að athuga hvernig málarinn hefði það...
Tveimur dögum áður hafði ég hitt málarameistarann sem umsjón hefur með verkinu og við ræddum það til hlítar hvernig stiginn ætti að vera. Við komum okkur saman um að reyna að halda svolítið hráa lúkkinu og mála hann gráan, sleppa því að mála þrepin og sparsla bara þar sem væru skemmdir.
Hvað gerist?
Þegar við Kjartan komum í gær var stiginn orðinn skjannahvítur...en ekki búið að mála þrepin. Hélt hann virkilega að við vildum grá þrep í annars hvítum stiga?
Við höfðum samband við málarameistarann sem var þá staddur úti á landi og hann sannfærði okkur um að þetta hefði verið misskilningur af hálfu málarans og þetta yrði lagað...djísus kræst!
Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að þetta verði almennilegt...ætli maður verði ekki að mála stigann alhvítan á endanum?

Wednesday, July 04, 2007

Málarameistarinn er mættur á svæðið...hóhó santa.

Já ótrúlegt en satt, málarameistarinn mætti í dag og tók stigann út. Hann kemur í fyrramálið...jibbí. Þá er bara að hringja í handriðadeildina og þá fer þetta allt að koma. Gaurarnir sem setja upp eldhúsið komu ekkert í síðustu viku og eru ekki enn farnir að koma í þessari viku...þvílíkt og annað eins rugl. Hvernig dettur mönnum í hug að reka fyrirtæki á þennan hátt? Nei, þeir hafa ekkert hringt til þess að láta vita, hvorki að þeir komi ekki né hvenær þeir komi. Magnað. En þetta er allt að gerast.
Free Hit Counters
Web Site Counters