Thursday, August 31, 2006

Things that make you go hmmmm......

Hvað er málið með bílastæðasjóð og blíb gaurana sem vinna við að sekta og innheimta sektir???
Ég lenti í því um daginn að tölvustýrður kassi sem prentar út miða fyrir bílastæðin, taldi 300 kallinn sem ég setti inn sem 25 kall og ég fékk þar af leiðandi heilar 10 mínútur fyrir ómakið. Ég reyndi strax að hringja í bílastæðasjóð en þar var lokað, svo ég fór í klippingu og þegar ég kom út var ég auðvitað búin að fá sekt. Ég hringdi aftur og var beðin um að skrifa greinargerð og senda embættinu sem ég og gerði. Í dag fékk ég svar og var neitað um niðurfellingu sektarinnar þar sem engin bilun hefði fundist! Ég lagði þetta semsagt allt saman á mig til þess að losna við að borga í stöðumælinn, allt út planað...ég er semsagt lygari. Já það hefur enginn gefið það í skyn við mig fyrr en í dag....
Þetta er ekki búið en ég veit ekki hvað þybbin, lágvaxin, mjóróma kona getur gert til að koma sínu fram??? Kannski get ég ráðið mér einn óheiðarlegan pólitíkus til að ganga í þetta mál gegn atkvæðinu mínu???

En nóg um það.
Kristófer strauk af leikskólanum í gær, það er víst ekki búið að ganga frá grindverkinu í kringum skólann þannig að óvitar geta grafið sér leið undir það og hlaupið út á eina mestu umferðargötuna í Grafarholtinu. Það var víst einn eldri sem skipaði Kristófer að skríða undir. Þetta mál er heldur ekki búið. Ég þakka Guði fyrir að þetta var ekki litli guttinn minn, hann hefði nefnilega hlaupið beint út á götu og ekkert stoppað. Það er náttúrulega ekkert sem getur afsakað svona framkvæmdaleysi. Enn og aftur, þá eru pólitíkusar sem ganga í að afla fjár fyrir svona framkvæmdir...gegn greiða.

Byrjaði formlega í skólanum í gær með kynningarfundi meistaranema. Þetta er svaka spennandi en verður erfitt...

Hafið það gott og ekki láta stöðumælaverðina bögga ykkur....

Tuesday, August 29, 2006

MADONNA Í PARÍS

MADONNA Á KROSSINUM
(original photo by Guðbjörg Sif Halldórsdóttir)

Wednesday, August 23, 2006

Kaffi París eða kaffi í París...hvort myndir þú velja?


Já krakkar mínir þá fer að koma að því! Ekki á morgun, heldur hinn...förum við Kjarri minn til Parísar. Og ekki nóg með það...eftir að hafa rölt um Champs Elysées, klifrað uppí Eiffel turinn og drukkið FRANSKT eðalkaffi og troðið sig út af FRÖNSKUM ekta croissants...er ferðinni heitið á Madonnu tónleika á sunnudeginum. Þetta er náttúrulega ekkert nema bara snilld!

Hérna sést fræga atriðið hennar þar sem hún er "krossfest" til að vekja fólk til umhugsunar á alnæmi.
Já þetta verður alveg meiriháttar. Mig er búið að hlakka svo lengi til, að ég þori varla að trúa því að þessi dagur sé að fara að renna upp!

En annars er allt annað gott að frétta líka.
Strákarnir eru byrjaðir á leikskólanum og það gengur vonum framar. Kristófer er búinn að eignast fullt af vinum og Þorgeir Sölvi fer einn út í blómabeð að skoða blómin ef krakkarnir eru eitthvað leiðinlegir, hann á sko ekki í vandræðum með að dunda sér sá drengur.
Ég fór í gær með þá að kaupa bækur fyrir skólann, en félagsvísindadeildin fer af stað 1. sept. Ég er sem betur fer alltaf í fríi á föstudögum í vetur svo ég þarf ekki að mæta fyrr en á mánudeginum 4. sept. Já mér líst vel á þetta, en ég er semsagt að fara í mastersnám í blaða- og fréttamennsku.
En ég læt frá mér heyra fljótlega, annað hvort til að kveðja eða bara fersk með ferðasöguna og myndir í farteskinu frá París.....

Friday, August 18, 2006

Sjáið bara hvað við erum sætir saman!


Vöknuð til lífsins...

Jæja þá er best að fara að blogga að nýju. Ég lenti í smá vandræðum með tölvuna eða nettenginguna áður en ég fór í sumarfrí og gafst upp á bloggi í bili. En hér er ég komin að nýju og vona að þið fylgist með. Ég átti alveg eftir að setja inn myndir frá Tyrklandi og hér eru tvær af strákunum, ég set svo fleiri inn á linkinn myndirnar mínar. Þessar myndir eru teknar á ströndinni í Marmaris, en eins og sést er sandurinn frekar dökkur og mikið af smágrýti.
Hérna er Kristófer að byggja kastala:

Þorgeir Sölvi var meira í því að safna steinum og ganga um...en hann hafði líka mikla ánægju af því að eyðileggja kastalann hans Kristófers!

Það eru spennandi tímar framundan, eftir viku förum við Kjartan í rómantíska ferð til Parísar yfir helgi og kíkjum á Madonnu tónleika á sunnudeginum!
A dream come true...
Ég keypti mér nýjasta diskinn hennar í tilefni af þessum tímamótum og mæli hiklaust með honum. En þið heyrið frá mér fljótlega og nú ætla ég að reyna að skrifa reglulega...ok???
Hafið það gott.
Í sveitinni hjá langömmu núna í ágúst:
Free Hit Counters
Web Site Counters