Sunday, September 23, 2007

This is a man´s world...

Ég er sko ekki við einn karlmann kennd...heldur hvorki meira né minna en fjóra! Hérna eru myndir af þeim fjórum karlmönnum sem ég fæ að kyssa og knúsa og tuða í á hverjum einasta degi:


Og svo tróð ég sjálfri mér með;)))

Annars er allt gott að frétta af stóru fjölskyldunni í Sóleyjarimanum. Hægt og rólega er verið að setja upp það sem eftir er og sumt geymir maður áfram. Það er víst ekki hægt að gera allt í einu...
En okkur líður rosalega vel hérna og ég er aðeins farin að venjast stiganum. Er samt mest niðri og fer yfirleitt bara upp til þess að þvo þvottinn og ganga frá honum.

Ég er komin í skrapphóp, rosalega ánægð með það. Þær hittast annaðhvert þriðjudagskvöld og skrappa og mig hlakkar geðveikt til. Að vísu þá situr smá kvíði í mér út af Alexander, hann er þvílíkur mömmukall, en svona er þetta alltaf þegar þau eru svona lítil. Hann byrjar í nýrri aðlögun í þessari viku, byrjar hjá Krissu á Undralandi en hún var fóstran þeirra Kristófers og Þorgeirs og við elskum hana. Svo vonandi þá gengur næsta vika betur en sú síðasta...

Mamma og Guðrún og fjölskylda eru alveg að fara út til Spánar, fara 4. október. Oh, ég vildi að ég færi með...Við Kjartan ætlum kannski að láta reyna á það að fara með súpuna til Kanaríeyja eftir jól til að stytta veturinn...eða stytta aldur ég veit það ekki. Þetta verður verðugt en krefjandi viðfangsefni. Kannski við reynum að fá mömmu bara með til Disneylands, þá er einn krakki á mann ekkert vandamál og allir skemmta sér vel!!!

Jæja, ætla að hætta að hugsa upphátt og vona bara að allir hafi það sem best...ætla ekki einu sinni að byrja að tala um skólann!!!

Monday, September 17, 2007

Komin heim frá Pétursborg...

Jæja, þá er maður aðeins farin að komast á jörðina. Þetta var ekkert smá skemmtileg og fræðandi ferð. Maður gleymir þessari upplifun seint. Því miður skemmdist kortið okkar svo við eigum fáar myndir eftir, en einn tannlæknirinn á stofunni var svo góður að skrifa allar sínar myndir á disk svo ég fæ að birta nokkrar (tek mér bessaleyfi;)).


Við fórum að skoða þvílíku hallirnar og kirkjurnar að það gleymist seint, hluti hópsins fór líka að sjá ballet í sögufrægri höll:

(myndasmiður Guðbjörg).


Ó já, við Kjartan fórum sko með. Þetta gerir maður ekki oft á lífsleiðinni og það var svooo þess virði, alveg magnað. Ballettinn var sýndur í Hermitage höllinni, í einkaóperuhúsi Katrínar miklu. Þarna sat hún í den með sinni hirð og horfði á það sem hana sýndist!Þetta er höll Péturs mikla, ein af sumarhöllunum hans. Flottasta höll og garður sem ég hef séð hingað til og þetta er bara brot af öllu dæminu (myndasmiður Guðbjörg).

Það var McDonalds við hliðina á okkur (og á hverju öðru horni), en þetta er án efa sá flottasti McDonalds sem ég hef séð á ævinni. Granítborð og leðursófar, það var meira að segja leður á veggjunum og allt tandurhreint!

Við drukkum líka ótæpilega af vodka, en sem betur fer fór hann vel ofan í alla. Það er einhvern veginn allt öðruvísi að drekka vodka í Rússlandi, hann er bragðmildur og lítið mál að renna honum niður.

Meira um Rússland síðar, ætla að skoða myndirnar hans Sigfúsar og setja nokkrar inn við tækifæri.

Það sem er annað að frétta er að Alexander litli er byrjaður í aðlögun í leikskólanum. Hann er ekkert mjög ánægður með þetta vesen litla greyið, langar ekki að missa mömmu meira eftir langan aðskilnað. En svona er lífið. Skólinn minn er líka byrjaður, er búin að missa 2 vikur úr (sem er allt í lagi svosem), en fór í einn tíma í dag og það var bara voða gaman.

En semsagt, allt gott að frétta héðan!!

KK.

g. og fjölskylda.
Thursday, September 06, 2007

Russia here we come!

Jæja þá er heldur betur farið að styttast í ferðina okkar. Ég gróf upp þetta kort á Google (takk google!) og fyrir þá sem ekki vita er Pétursborg í horninu lengst til vinstri. Hún liggur semsagt alveg upp við Finnland. Ok ég vissi það ekki heldur.
Jæja best að fara og gera eitthvað. Set inn myndir þegar við komum heim!!
Hafið það sem allra best um helgina,

;) G.

Wednesday, September 05, 2007

Góðir vinir

Síðdegis í gær, fengum við fyrstu matargestina í Sóleyjarimann. Það voru vinir okkar Maggi, Einara, Írena Björt og Krista Gló.


Þau búa um þessir mundir í Gautaborg þar sem þau eru við nám og störf.

Það var alveg meiriháttar gaman að fá ykkur í heimsókn, takk fyrir innlitið kæru vinir!

Bleika og bláa liðið.

Biggi, Rósa og Bjarnheiður kíktu líka til okkar í fyrsta skipti frá Edinborg en af einhverjum ástæðum láðist að taka fjölskyldumynd, hér er þó litla prinsessan hún Bjarnheiður, sem er ekkert svo lítil lengur. Gaman að sjá ykkur elsku fjölskylda, ég vona að við náum að heimsækja ykkur áður en þið komið heim!;)


Ekki á morgun, heldur hinn förum við Kjartan til Pétursborgar...ég er svaka spennt en mig kvíður mikið fyrir að skilja litla hjartað mitt eftir heima. Toggi og Kristófer eiga ekkert eftir að taka eftir því að við séum ekki, það verður svo gaman á Álftanesi hjá ömmu Heiðu, en það er önnur saga með litla mömmukallinn minn. Hann er ekki alveg hættur á brjósti og þrjóskast ennþá við að drekka úr þessum bölvaða pela! En ég held að þetta eigi allt eftir að reddast, hann drekkur alltaf smá og svo kemur það okkur til góða að hafa búið í allt sumar hjá mömmu og pabba því mamma verður með hann og það líkar honum vel!
En annars þá er bara allt gott að frétta héðan úr Sóleyjarima, over and out!!!
Free Hit Counters
Web Site Counters