Monday, June 26, 2006

Tyrkland á morgun!

Thursday, June 22, 2006

Útskrift og utanferð

Já þá fer að styttast í útskriftina, byrjar klukkan 14 á laugardaginn, en ég verð að vera mætt klukkan 12:30.
Á síðustu metrunum ákvað ég að sleppa því að hafa útskriftarveislu að sinni, en ég mun að sjálfsögðu hafa kaffiboð fyrir alla síðar í sumar þótt það verði ekki allir saman.
Á þriðjudaginn förum við til Tyrklands og hlökkum við að sjálfsögðu mikið til. Það verður auðvitað mikil eftirsjá að hafa ekki svona góða fylgdaraðila eins og í fyrra þegar Heiða, Toggi og Ísey mættu til að skemmta sér með okkur seinni vikuna, en ég er viss um að við finnum eitthvað út úr þessu. Marmaris kunn vera þekkt fyrir einstaka gestrisni og góðan mat.
Við verðum tvær vikur í sólinni og svo skulum við tala saman þegar við komum heim, vonandi vel afslöppuð...en ég efast um að það verði mikið slappað af með tvo fjörkálfa. Bara stuð!

Laugardaginn var fórum við Kjartan í brúðkaup hjá Brynju og Andreasi, það var ofboðslega vel heppnað og skemmtilegt.
Hér er ein mynd úr brúðkaupinu:

En ég læt kannski heyra í mér eftir útskriftina, hvort ég hafi dottið á sviðinu og svona. Hafið það gott um helgina!

Friday, June 09, 2006

I did it!Já loksins get ég samviskusamlega farið að eyða tímanum í athafnir eins og að blogga, horfa á ruslefni í sjónvarpinu og bara að gera ekki neitt. Ég er auðvitað
í sumarfríi og vann heldur betur til þess....ég semsagt náði að klára ritgerðina mína fyrir þá sem það ekki vita. Útskriftin mín er 24. júní og ég er voða stolt.
Að vísu verða margir fjarverandi sem ég hefði viljað hafa í útskriftinni minni (eins og elsku Sigga og Gummi), en svona er þetta bara.
Svo er ég búin að fá inngöngu í mastersnám í blaða-og fréttamennsku í Háskólanum í haust þannig að píslargöngu minni er langt frá því að vera lokið!
Free Hit Counters
Web Site Counters