Friday, August 31, 2007

Nokkrar myndir af nýju húsi og nýjasta barninu





Thursday, August 30, 2007

Tímamót

Jæja þá er yngsta barnið búið að fá inngöngu á leikskóla. Hann fetar að sjálfsögðu í fótspor bræðra sinna og byrjar skólagönguna á Sólgarði. Að sjálfsögðu, hvar annars staðar ætti hann að fá inngöngu? Þeir á Sólgarði eiga erfitt með að losa sig við eldri börnin vegna manneklu á leikskólum Reykjavíkurborgar, en börn komast í fyrsta lagi inn þar 2ja ára, þótt þau taki við börnum frá 1 og hálfs árs samkvæmt stefnuskrá skilst mér. Og ég er fegin að hann byrji á leikskóla, því mig hefur aldrei langað til þess að senda börnin mín til dagmömmu. Ég þekki enga góða og það er erfitt að fylgjast með því hvernig gengur þegar aðeins ein manneskja er til frásagnar...
Mér finnst hann fullungur, en hann er líka bara svo mikið mömmubarn og þá er líka ágætt að fara að slíta naflastrenginn. Fyrsta skrefið til þess verður stigið eftir eina viku...en þá förum við Kjartan til Pétursborgar. Guð minn góður er þetta bara ein vika??? Ég sló fyrst inn 2 vikur en síðan fór ég að hugsa, 7. sept förum við út...30. ágúst í dag....OMG!!! Fletti upp dagatalinu og þarna var þetta svart á hvítu...ein vika!!!
Ég fer að skjálfa núna...

Friday, August 24, 2007

Sóleyjarimi kominn í samband við umheiminn...

Já það er komið netsamband í Sóleyjarimann og þetta blogg er fyrsta bloggið sent þaðan út! En þrátt fyrir aukið samband útávið er samt búið að fyrirbyggja að hver sem er fái að skima inn í líf okkar í Sóleyjarimanum. Það er semsagt búið að gardínuleggja allt slotið ef svo má að orðum komast. Útkoman er vægast sagt glæsileg og allt annað er að koma. Kjartan er búinn að festa upp hina glæsilega (gler)kristalsljósakrónu okkar og hún sæmir sér vel yfir borðstofuborðinu.
Í dag verður svo haldið upp á 5 ára afmælið hans Kristófers í Sóleyjarimanum (leikskólaútgáfan) en fjölskylda og vinir eru boðnir á sunnudaginn klukkan 2.

Hlakka til að sjá ykkur á hinu nýja heimili okkar.

p.s. Við Alexander vígðum Sóleyjarimann formlega með því að sofa hér í nótt...yndislegt!!!

Tuesday, August 21, 2007

Eitt skref enn...

Við erum alveg að fara að flytja. Nú erum við bara að bíða eftir gardínunum og síðan erum við flutt. Allt í lagi þótt það séu einhver smáatriði eftir sem við gerum smátt og smátt. Við skiptumst á að fara uppeftir. Ég fer á daginn og tek upp úr kössum og laga til og Kjartan fer á kvöldin og borar og fiktar í rafmagni og svoleiðis. Það eru ágætis skipti þar sem ég er ekkert inni í neinum húsbyggingarmálum...kann ekkert á múrverk og rafmagn og allt þetta!!!
Gardínurnar koma kannski fyrir helgi en líklega strax eftir helgi...kannski gefumst við bara upp á að bíða og drífum okkur inn! Finnst það ekki ólíklegt. Erum amk að fara að halda upp á afmælið hans Kristófers, á föstudaginn fyrir leikskólann og líklega á sunnudaginn fyrir alla hina.
Hilsen í bili,
G.

Sunday, August 19, 2007

Lífið er skrapp

Náði að skrappa eina mynd í sumar og hér er afraksturinn:




Þetta fer allt að koma. Nú það bara dagaspursmál hvenær við flytjum inn og ég klára að setja upp skrappherbergi í fataskápnum!

Wednesday, August 15, 2007

Tatatata......

Guttarnir mínir


Það fer að nálgast leiðarlok í innréttingarmálum. Við erum farin að undirbúa það á fullu að flytja í húsið og er farin að koma ágætis mynd á innyflin! Hægt að horfa á sjónvarpið án þess að vaða í drasli og ég er komin langt á veg með að raða í eldhúsið. Þarf örugglega að endurraða svolítið en maður þarf að byrja einhvers staðar er það ekki??? Er að minnsta kosti búin að þrífa það...sem er ekki hægt að segja um ýmsa aðra parta hússins, þarf að passa mig að láta mig ekki kvíða fyrir, heldur að hlakka til. Hlakka til að þrífa svo við getum notið þess að flytja inn og slappa af. Hm....það er að minnsta kosti boðskapur (sjálfshjálpar-) bókarinnar, Leyndarmálið, sem ég fjárfesti í og las um helgina. Ágætis áminning að lesa svona bók þótt maður þurfi ekki að taka allt bókstaflega.

Það styttist í Pétursborgarferðina. Lilli kútur er enn á brjósti og mikill mömmukall...við eigum að fara út 7. september og komum aftur 11. sept. Get ég þetta???? OMG.

Sögustund á Svalbarðseyri

Skelltum okkur á Svalbarðseyri um helgina og fórum á Fiskidaginn á Dalvík og á handverkshátíðina á Hrafnagili á laugardaginn og á sunnudeginum héldum við upp á afmælin þeirra Steindórs Óla og Halldórs Viðars sem urðu 3ja ára og 1 árs.
Þetta var mjög fín ferð og allt gekk vel með strákana. Kristófer var svolítið leiður á að hanga svona lengi í bílnum og Alexander fékk nóg áður en við fórum í göngin á leiðinni heim. Ég og strákarnir þurftum að halda úti svaka skemmtiprógrammi til þess að reyna að róa krílið niður.

Jæja, best að hætta þessu rausi. Það er semsagt allt gott að frétta og fer að verða hægt að skreppa hvenær sem er í kaffi í Sóleyjarimann!!! Velkomin, velkomin!!!

Friday, August 03, 2007

Verslunarmannahelgin eða?





Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort það sé ekki örugglega að koma verslunarmannahelgi? Það eru allir dagar eins hjá mér og skiptir þá ekki máli hvort um verslunarmannahelgi sé að ræða eða ekki. Við töluðum um það í upphafi sumars, við Kjartan, að það væri nú gaman að gera þetta og hitt um þessa fyrrnefndu helgi. En undanfarið hefur verið mikið að gerast í iðnaðarmannamálunum og Kjartan fylltist aukinni bjartsýni. Hann hefur því verið uppi í húsi langt fram á nætur að undanförnu að dútla við ýmsa hluti. Hann setti til dæmis sjálfur upp blöndunartækin í sturtunni, kranann í eldhúsið og vaskinn á gestabaðherbergið. Hann er uppi í húsi núna og var planið að klára að tengja vatnið og að ég held að að setja upp vaskinn á aðalbaðherberginu...með dyggri aðstoð Frikka.
Þýðir þetta að ég skuldi enn meiri þrif þegar kemur að því að flytja??? I think so...
Díana vinkona kíkti til mín upp í hús í gær, en við vorum saman í ferðamálafræði og erum saman í mastersnáminu núna, fyrir þá sem ekki vita. Það var meiriháttar gaman að fá gest í Sóleyjarimann...þrátt fyrir frekar hráslagalegt útlit! Vonandi kíkir hún Birna vinkona mín frá eyðimörkinni til mín í heimsókn líka...ég hringi um helgina Birna og vona að þú verðir heima...reyndar vona ég bara að þú verðir að gera eitthvað skemmtilegt hvar sem það verði, en að þú kíkir í heimsókn áður en þú ferð aftur heim!!!;)))
Free Hit Counters
Web Site Counters