Thursday, April 26, 2007

Íþróttaálfur með bleika snudduLitlu ungunum okkar leiðist stundum að hanga heima...sérstaklega í heila viku!!! Þess vegna er gott að hafa upp á ýmsa afþreyingu að bjóða, liti, perlur, kubba og fleira. En í dag sló ég alveg í gegn. Ég átti íþróttaálfsbúning uppi í skáp sem ég keypti handa Kristófer á öskudaginn, en þar sem krakkarnir voru allir látnir búa til sína eigin búninga þá var ég aldrei búin að gefa honum hann og var heldur ekki búin að kaupa annan búning fyrir Þorgeir. En ég tók hann upp úr pakkanum í dag og leyfði honum Þorgeiri að leika sér í honum og það var mikil gleði í kotinu þegar hann sá hann. Kristófer verður líklega ekki ánægður að sjá bróðir sinn í íþróttaálfsbúning og fá ekki sjálfur...en það er seinna tíma vandamál sem verður leyst bráðlega!

Skarlatssótt

Jæja, Þorgeir nýbúinn með pensillín skammtinn sinn við skarlatssótt, þegar hann fær hana aftur. Hann er búinn að vera með hita og útbrot og svo fór hann meira að segja að gubba í gærkvöldi. En þið sem eigið litla stubbalinga, ef barnið fer að fá útbrot sem líta bara út eins og ofnæmi fyrir þvottaefni og barnið fær engan hita, endilega látið samt athuga barnið, útbrotin geta verið einu einkennin. Ef þið skoðið tunguna er líklegt að hún sé svolítið rauð og þrútin og jafnvel rauðar skellur í miðjunni. Þetta er svokölluð jarðarberjatunga sem fylgir þessum sjúkdómi. Tek það fram að þessi mynd er ekki af barninu mínu, heldur fékk ég hana að láni á vefnum!

Wednesday, April 25, 2007

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei...ekki fyrr en 17. júní!

Við erum búin að fá seinkun á að afhenda Andrésbrunn...þurfum ekki að afhenda fyrr en 17. júní, svo við sleppum kannski við að leggja heimili foreldra minna undir okkur!
Já þetta er allt að koma. Búin að panta allt það helsta, Kjartan og pabbi hans fara vonandi að parketleggja um helgina og Jón hennar Gunnu systur kemur og klárar að flísaleggja í byrjun maí. Erum með toppfólk í öllum stöðum!

Bangsaveisla!

Þorgeir fékk Dísu heim á mánudaginn...

og svo fékk Kristófer Tuma með heim á þriðjudaginn.

Svo það er búin að vera sannkölluð bangsaveisla hérna í vikunni! Annars er Þorgeir litli búinn að vera hálfveikur svo hann er búinn að vera heima hjá okkur Alexander.

Ég ætla að enda á að setja mynd af uppáhaldsfrænkunni með strákunum sínum:

Friday, April 20, 2007

Brynja

Ég á yndislega vinkonu sem heitir Brynja. Hún var í heimsókn hjá mér í morgun og við það tækifæri tók ég nokkrar myndir af henni með Alexander mínum:

Því miður á hún heima í Þýskalandi, svo það var mikil hamingja að frétta af henni hér á landi og sjá hana í smástund...en það er auðvitað setið um hana þegar hún sést á klakanum!
Takk fyrir morgunstundina elsku Brynja mín, það var æðislegt að hitta þig!

Wednesday, April 18, 2007

Súkkulaðigosbrunnur eða forboðin fegurð?

Það hefur vissa kosti að vera heimavinnandi húsmóðir og gott að geta átt kost á því. En það getur hins vegar haft sína ókosti líka, til dæmis er sjónvarpsefnið sem í boði er á morgnana oft ansi óáhugavert. Núna stendur til dæmis til boða að horfa á suður-amerísku sápuóperuna Forboðin fegurð eða vörutorg, óstöðvandi tónlist eða umræður á alþingi. Get varla valið. Sá hins vegar svo flottan súkkulaðigosbrunn á vörutorginu, mig hefur vantað svona alla ævi og ég vissi það ekki einu sinni. Hver vill ekki hafa gosbrunn úr súkkulaði í sínu matarboði, einungis 5.990 krónur???
En að öðru, sá þessa sniðugu síðu á einu blogginu:

http://morph.cs.st-andrews.ac.uk/Transformer/index.html

Hérna getið þið breytt ykkur á ýmsan hátt en mér þótti einna forvitnilegast að sjá mig sem svarta konu. Ég vissi að það væru einver leyndarmál í skápnum, ég breytist ekkert nema bara á litinn! Mamma hvaðan kom þetta nef eiginlega?

Sunday, April 15, 2007

FramkvæmdirJæja þá er búið að taka niður vegginn, þar sem áður var geymsla uppi á efri hæðinni. Og voila: Flott sjónvarpshol!!!


Við erum voða ánægð með útkomuna enda nóg pláss til að setja drasl þótt maður taki ekki allt þetta rými í það.
Set eina, tvær dúllumyndir af Alexander með. Hann vex svo hratt að hann er sífellt að breytast. Hann er orðinn rúmlega 8 kíló aðeins 2ja og hálfs mánaða gamall!
Hafið það gott um helgina!

Thursday, April 12, 2007

Sumar


Loksins, loksins!
Það er farið að vora. Ég veit að það hefur verið rysjótt veður að undanförnu, en það birtir líka mun fyrr á morgnana og sólin lýsir upp íbúðina okkar. Hún er venjulega svolítið dimm en nú þarf maður að fara að draga gluggatjöldin fyrir þegar sólin skín sem skærast. Annars fer að styttast í að við flytjum í fína húsið okkar í Sóleyjarima....Við þurfum að fara úr Andrésbrunni 17. maí en það verður ekki allt komið í lag í nýja húsinu þá. Eldhúsið verður til dæmis ekki sett upp fyrr en 22. maí og þá á eftir að setja upp borðplötu líka og ganga frá eldhústækjunum. Gaman, gaman! Það verður sko innflutningspartí í sumar þar sem tollurinn okkar verður á boðstólum!!!

Wednesday, April 11, 2007

Nýjar myndir/New fotos

Ég er alveg að gefast upp á þessu bloggi...ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað neitt í langan tíma hefur verið að bloggsíðan er alltaf að detta út og eftir að ég hef skrifað heila ritgerð vill hún ekki birta það!
En vonandi er þetta eitthvað tímabundið...
Jæja, þá eru páskarnir liðnir og hversdagsleikinn tekinn við. Fyrir páska komu Jón og Gunna með krakkana sína og Jón hjálpaði Kjartani með ýmislegt í nýja húsinu.


Alexander Goði á páskadag.

Góðir bræður.

halló aftur

Free Hit Counters
Web Site Counters