Saturday, October 28, 2006

Svefnsýki

Sæl öll sömul.

Ég hef ekki skrifað neitt í langan tíma svo ég veit ekkert hvort neinn nenni
lengur að kíkja á síðuna mína. En það verður bara að hafa það. Það gerist svosem
ekkert spennandi hérna. Ég er alltaf að reyna að læra en geri mest af því að
sofa. Ég er alltaf svo þreytt...
Það er farin að færast spenna í skólann. Einungis mánuður eftir og verkefnin
hlaðast upp í hrönnum. Ég er ekki alveg komin í gír að sinna þessum þætti
lærdómsins...ekkert frekar en að lesa og mæta í tíma svo ég verð að fara að
taka mig á. En þetta er gaman samt sem áður. Svo ég verð nú að fara að halda mig
við efnið. Kjartan er bara að spila svo mikið af jólalögum að maður vill helst
vera bara í jólafíling en ekki að læra...
Litli frændi verður skírður um næstu helgi, 4. nóv. Það verður gaman að vita hvaða
nafn hann mun bera þetta litla sæta kríli.
Jæja, vona að allir hafi það gott.

Með bestu kveðjum,
G.

Monday, October 02, 2006

Slakað á í Alicante

Það var yndislegt í Alicante og sjálfsagt að mæla með þessum stað. Þó myndi ég ráðleggja fólki að að leigja sér bíl, þá er lítið mál að ferðast um allar trissur enda er auðvelt að keyra þjóðveg N-332 meðfram ströndinni og þaðan er hægt að ferðast inn í landið til ýmissa áhugaverðra staða.
Strákarnir skemmtu sér konunglega eins og alltaf þegar þeir eru í sól og yl. Skemmtilegast fannst þeim í sundi, en þeim fannst líka gaman á ströndinni. Sérstaklega þó Kristófer sem er eins og kóngur í sjónum, óttalaus og orkumikill eins og lítið ljón.
Litli kallinn var rólegri í tíðinni en skemmti sér engu að síður vel. Þeim fannst ekkert voðalega gaman að hanga lengi í kerrunum eða labba um....
En nú er maður semsagt kominn heim og er búinn að vera í aðlögun. Ég er að reyna að koma því í verk að læra og vona að það takist. Ég er komin í smá vandræði með að ná skilafresti á verkefni og það er spennandi að sjá hvernig til tekst....
Hafið það sem allra best!


Sóley og Kristófer á leiðinni í Mundomar.
Eftirminnilegasta atvikið var að hitta þennan fallega gíraffa í Ríó Safari dýragarðinum.

Toggi litli fylgist grannt með gæsunum.
Free Hit Counters
Web Site Counters