Monday, October 22, 2007

Letiblóð!

Já ég skal viðurkenna það, ég hef ekki verið neitt sérstaklega iðin við að blogga að undanförnu. Ég er samt ekkert hætt, bara í smá hvíld. Ég fór í minniháttar aðgerð um daginn sem gerir það að verkum að ég er frekar lúin og samt nóg að gera heima. Alexander hefur ekki verið fullan dag á leikskólanum og að undanförnu hefur hann lítið sem ekkert verið. Hann er frekar slæmur af astmanum og hefur verið í blóðprufum og læknisskoðunum útaf því og það nýjasta er að hann fékk eyrnabólgu, svo ég hef mikið verið með hann. Ég fékk svo skemmtilega hringingu í morgun frá leikskóla þeirra eldri, en þá höfðu hvorki meira né minna en 12 starfsmenn tilkynnt sig veika, svo ég varð að ná í þá takk fyrir! Það gekk alveg vonum framar og pabbi tók þá svo smátíma á verkstæðið á meðan ég skaust með Alexander til læknis og í blóðprufu.
Annars gengur allt ljómandi vel bara. Stundum er bara gott að það sé ekkert of mikið að frétta, það merkir að allt sé í rólegheitum og fínt bara!

Monday, October 08, 2007

Sólargeislarnir mínir




Saturday, October 06, 2007

Persónuleikapælingar

Þegar maður á 3 stráka og finnst manni stundum hafa fengið nóg af sömu tegundinni (hahaha), þá er gaman að sjá hversu ólíkir þeir eru í raun þrátt fyrir að vera af sama kyni.
Í gegnum tíðina hef ég reynt að venja þá á að ganga frá á eftir sér og það hefur gengið á ýmsu. Kristófer hefur oft tekið langan tíma í dramaköst og lítið gert annað en að kvarta yfir því að þurfa að gera "allt", á meðan Þorgeir heyrir ekkert ef hann nennir ekki að ganga frá. Þegar hann sér að maður hefur ekki lengur þolinmæði til þess að bíða, hendist hann til og gengur frá öllu í einum rykk.
Þeir eru jafn ólíkir þegar kemur að því að búa um rúmið, það er ekki langt síðan Kristófer byrjaði að búa um rúmið möglunarlaust, en hann hefur nú alltaf gert það á endanum. Hann hendir sænginni á rúmið og þá er það sama og búið.

Þorgeir hefur svolítið annan stíl. Hann er nú bara tæplega þriggja ára og nýbyrjaður á þessu, en það mætti halda að greyið væri nýútskrifaður úr Húsmæðraskólanum. Hann byrjar á því að taka sængina og hrista hana til, leggur hana svo varlega á rúmið með sömu takta og nautabanar þegar þeir sveifla rauðu skikkjunum framan í nautin, vandar sig svo að draga hvert einasta horn út og endar á því að laga til bangsana og breiða sængina undurblítt yfir þá. Fyrir vantrúaða er hér sönnunargagn frá því hann gekk frá rúminu í morgun:


Amma og afi í mat



Alveg búinn eftir leikskólann!

Friday, October 05, 2007

Home alone!

Ég er eins og prinsessa heima með prinsunum mínum, Þorgeiri og Kristófer. Litli kallinn verður í leikskólanum til hálftvö í dag...
Það er voða rólegt hjá okkur ennþá, þeir eru uppi að horfa á Emil í Kattholti og ég get gert næstum því allt sem mér dettur í hug á meðan. Já það er hentugt að henda þeim fyrir framan imbakassann!
Annars er voða lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang. Er aðeins farin að skrappa jólamyndirnar frá því í fyrra, hér er ein:

Og svo heldur maður bara áfram að vinna upp það sem mann langar að skrappa um á meðan maður er ekki á fullu í skólanum.

Hafið það gott í dag!

Tuesday, October 02, 2007

Hvað á ég að gera?


Alexander verður til klukkan 2 í leikskólanum í dag...hvað á ég að gera af mér???
Ég er búin að strauja aðeins og setja í uppþvottavélina, ganga frá þvotti og vaska upp...en einhvern veginn fer hnúturinn úr maganum á mér ekki burt. Ég er farin að efast um allt og þar á meðal þá ákvörðun mína að setja hann á leikskóla svona ungan. Litla krúttið mitt...
Ég ætlaði að byrja í skólanum auðvitað, en nú er mánuður liðinn af önninni og ég hef ekki komist í einn einasta tíma svo það er fullseint í rassinn gripið að byrja núna. Stundataflan er þar að auki ekki að gera neitt kraftaverk, 2 tímar byrja klukkan 8, og einn byrjar klukkan 3 og er til hálfsex. Ekki alveg að ganga upp. Og í einum tímanum á að vera búið að skila skylduverkefnum og fara á fyrirlestra sem greinilega gengur ekki upp...
Ég var rosalega skotin í einum áfanganum, Þorsteinn J. sér um hann. Þá fara krakkarnir á vettvang með tökumann og taka viðtöl við fólk sem er að vinna við kvikmyndahátíðina, mega vera leikarar, leikstjórar, áhorfendur og svo videre...herlegheitin birtast svo á netinu. En því miður þá hef ég ekki haft tíma til að einbeita mér að því og ég fer ekki að gera þetta næstum því.
En ekki meiri afsökunarlestur, ég verð bara að einbeita mér að því að vera heimavinnandi húsmóðir...sem er ekki alveg ég. En svona er lífið.
Mér finnst eiginlega verst að heyra athugsemdir fólks sem setur upp stór augu og segir "Leikskóla!? Svona ungur???"
Þrátt fyrir að ég sé með varnarfyrirlesturinn alveg tilbúinn þá líður mér ekki eins á bakvið grímuna. Sannleikurinn er sá að mér finnst ég vera að svíkjast um.



Og hér er ein síða sem ég skrappaði af langömmu og Alexander.
Free Hit Counters
Web Site Counters