Tuesday, April 18, 2006

Kóngsins Köbenhavn


Útsýni frá efstu hæðinni á Mariott hótelinu, eða the Executive floor sem er á 11 hæð. The Demon...scary rússíbani sem við Kjartan drifum okkur bæði í!! Geðveikt gaman.
Einhvers konar krani á floti. Ferlega spes.
Guðbjörg í tívólí.
Kjartan í tívólí.

Thursday, April 13, 2006

Skírn Þorgeirs Sölva 13. apríl 2006

Jæja þá er búið að skíra litla guttann.Það er von á fleiri myndum bráðlega en það gengur eitthvað illa að hlaða inn núna.
Þetta var ofboðslega góður dagur og allt gekk ljómandi vel bara.
Stubbarnir voru ekkert smá flottir í smókingunum sínum...
Klukkan er hálffjögur svo það er best ég fari að sofa svo ég óska ykkur góðrar
nætur...og gleðilega páska!!

Tuesday, April 11, 2006

Herbergisþjónusta á næsta leiti...


Sæl og blessuð öll sömul.
Eins og ég var dugleg í gærkvöldi og fyrradag þá fór dagurinn í dag í eiginlega ekki neitt. En þetta kemur allt, það er ég viss um.
Á fimmtudaginn klukkan eitt verður ástin mín hann Þorgeir Sölvi skírður í Bessastaðakirkju og mig hlakkar rosalega til að sjá þá bræðurna í nýju
fötunum sínum.

Á laugardagsmorgun förum við Kjartan svo í helgarfrí til Köben og fáum okkur roomservice á sunnudagsmorguninn áður en við rennum aftur til Íslands...

Monday, April 10, 2006

Mánudagur er byrjunin á einhverju góðu

Sæl veriði öllsömul. Ég er að komast í svaka stuð. Að vísu á ég eftir að finna aðeins meira efni um Puerto Ríkó og fræðilega hlutann í ritgerðina og það veldur mér smá kvíða, en þetta er allt að koma. Ég er að klára að setja viðtölin inn í tölvuna, á bara eitt eftir og ég finn strax að það er ýmislegt sem ég get nýtt mér úr þeim, þótt ætíð sé hægt að gera mun betur eftir á eins og við vitum nú öll.
Helgin var fín, lærði bara slatta og er að minnka ísskáps túrana og net notkunina mikið. Ég stóð mig ekkert í Herbalífinu, ég fann frá fyrsta degi að ég varð bara alltof svöng og þegar maður er að læra og svoleiðis þá þýðir ekkert að vera svangur. Ok, fyrir fólk sem hefur engan aga. En lítið á björtu hliðarnar, það eru ekki miklar líkur á því að ég látist úr anorexíu.
En ég er bara að heilsa og svo var ég farin að skammast mín fyrir að hafa nektarmynd af Kjartani fremst á síðunni svo ég ákvað að hafa einhvern texta fyrst...en ég tími ekki að taka hana út. Algert augnakonfekt...
Hafiði gott mánudagskvöld og enn betri þriðjudagsnótt!!!

Friday, April 07, 2006

Ég varð...

Wednesday, April 05, 2006

I´m getting my groove back.

Já ég finn það ég er að komast í stuð...að vísu þá læri ég alltaf á sama skrítna háttinn (þangað til ég er kominn í algeran ham sem gerist aldrei fyrr en rétt fyrir skiladag eða í próftörnum, stundum ekki einu sinni þá), það er að segja ég sit í 10 mínútur og stend svo upp og drekk kaffi, borða kex, les blaðið, læri aðeins meira, fer á netið, skoða föndurvörur, fer í kapal, næ í meira kaffi og læri smá....
Þetta er alveg ótrúlegt með mig enda er ég á leiðinni til læknis til þess að athuga hvort ég sé nokkuð með njálg, nú eða þá athyglisbrest. Ég er alveg ótrúlega eirðarlaus, þannig að ég held að letin sé nú ekki aðalástæðan, ég á bara svo erfitt með að sitja kyrr og einbeita mér nema ég sé búin að komast í einhvern sérstakan gír. EN NÓG UM ÞAÐ!!!
Við Kjartan erum að fara í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar þann 15. apríl og komum heim þann 16. apríl. Ekki langur tími en alveg nóg til þess að fá smá frí og tilbreytingu frá daglegu amstri. Athygli mín var vakin á því að það væri nú hlutfallslega dýrt að fara í svona stuttan tíma og já það er kannski rétt...en boy oh boy it´s worth it. Þess vegna sit ég sveitt og reyni að læra því Kjartan sagði mér að ég fengi ekki að fara nema ég byrjaði að læra hahahahaha....
Kannski ef við viljum fá algera afslöppun þá liggjum við bara í rúminu allan sólarhringinn á meðan amma og afi passa og þykjumst bara vera í Köben...kannski er það nákvæmlega það sem við ætlum að gera???

Tuesday, April 04, 2006

Jurta-Líferni

Já ég skammast mín hálfgert fyrir að segja það en ég er komin á Herbalife.
Ég er nú ekkert sérstaklega meðmælt slíkum skyndilausnum sem kunna að draga dilk á eftir sér, en ég var komin í þrot. Ég á bara einar gallabuxur sem ég kemst í núna og þvæ ekki fyrr en þær fara að standa sjálfar...ég verð svo að þvo þær á kvöldin og standa yfir þeim þar til þær þorna og hef því farið í þær hálfblautar á morgnana. Sem gerir málin enn flóknari nú þegar þvottavélin okkar er biluð...
Þetta byrjaði nú ekki vel í dag þar sem ég át 3 jurta súkkulaði, en við fengum kassa af þessu góðgæti í kaupbæti...en ég ætla að nota þetta sem leið að betra líferni. Var farin að sukka ansi mikið í sætindum og slíku draslfæði...
Ég sá innskot með Kára sálfræðingi í Íslandi í bítið og ég get svarið það að hann var að lýsa mér. Svokölluð vandræðafíkn, það er að segja að fresta öllu fram á síðustu stund og drekkja sér svo í verkefnum rétt fyrir lokafrest er víst að hrjá landann. Ef svo tekst að klára rétt fyrir skil færist einhver sæla yfir viðkomandi sem hann er húkkaður á...er ég ekki með nóg af fíknum svo þetta teljist ekki fíkn líka??? En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast með BS-verkefnið mitt. Nema bara að það gengur svo illa hjá mér að ég er ekkert viss um að ná að klára...sem þýðir að ég fæ enga sælu...
Bólur. Ég er ekki búin að nota meik á andlitið í örugglega tvo mánuði. Ég var öll í bólum og ég verð að segja að þetta virðist virka, ég er líka farin að venjast mér svona, það var hálfgerð fíkn að setja alltaf á mig eina klessu á morgnana...
En nóg um fíknir. Það er annars allt gott að frétta og ég set svo inn fyrir og eftir myndir af mér í jurta átakinu...eða ekki. Gangi ykkur vel með fíknirnar. Hver er annars ykkar fíkn???
Free Hit Counters
Web Site Counters